Færsluflokkur: Bloggar
Þá er hver landvörðurinn á fætur öðrum að tínast heim á vetraslóðir ein og farfuglarnir. Ég er núna einn eftir og verð á Gestastofu vaktinni þar til ég fer í mín vetrarheimkynni sem er Hvanneyri. skólinn byrjaði í síðustu viku, en ég ætla að skrópa í nokkra daga og landvarðast aðeins lengur.
Sumarið er búið að vera frábært og ekki hefur veðrið spillt fyrir. Riturannsókninni er lokið, þótt enn sjáist einn og einn rituungi í björgunum. Það er alltaf jafn undarlegt að ferðast um þjóðgarðinn á þessum árstíma, það ríkir svo mikil kyrrð yfir öllu. Fuglabjörgin hafa þagnað, farfuglarnir eru flestir farnir og einnig túristarnir. Ég fór á Djúpalónsand í morgun og það er í fyrsta skiptið í sumar sem ég er aleinn á þessum vinsælasta viðkomustað í þjóðgarðinum. Það var dásamlegt.
Nú tekur skólinn við í næstu viku og þá er landvörslunni lokið þetta sumarið
Bloggar | Breytt 5.9.2009 kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 15:54
Rituvakt í Þjóðgarðinum
Þá fer rituvöktun að ljúka hér í þjóðgarðinum þetta sumarið. Þann 10 águst var blíðskapar veður en rigndi örlítið við Svörtuloft, hitinn var á bili 13 til 15°c. Á Arnastapa voru 9 ungar í 9 hreiðrum af 40. Allir ungar virðast vera fleygir og voru nokkrir á sveimi við bjargið, einnig sátu nokkrir á sjónum. Fæðugjafir voru ekki margar og mikið tísti í svöngum ungum.
Í Svörtuloftum voru einungis 2 ungi eftir í hreiðrum, fleiri virðast hafa drepist þar sem enginn ungi sást á flugi í nágrenninu og nokkuð var af fullorðnum fuglum í bjarginu.
Í Keflavíkurbjargi voru 26 ungar í 24 hreiðrum af 40. Ungar sáust á flugi við bjargið og einnig sátu nokkrir á sjónum. Ungadauði virðist vera lítill á þessu svæði miðað við annarsstaðar.
Ég geri ráð fyrir að fara einu sinni enn og vakta rituna, en þar sem ungarnir eru orðnir fleygi er ekki lengur sjáanlegt hvaða ungi tilheyrir hvaða hreiðri
Ég fór í Vallnabjarg föstudaginn 7 ágúst, en þar er stærsta ritubyggð á Snæfellsnesi. Ég hef aldrei komið þangað áður og hefði vart trúað því að svona margir fuglar væru á þessu svæði. Þeir skipta þúsundum og þéttleiki er mjög mikill sumstaðar. Það væri áhugavert að taka Vallnabjarg með í vöktun á næsta ári.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 15:02
Landvörðum fækkar í þjóðgarðinum
Nú er farið að líða undir lok sumarsins og landverðir fara að leggjast í hýði. Nú eru bara 2 starfandi landverðir eftir í þjóðgarðinum og verður þannig fram til 1 september. Síðasti landvörður fer svo 11 september og það verður ég að þessu sinni.
Sumarið er búið að ver frábært og stefnir í að aukning á ferðamönnum á Gestastofu frá því í fyrra sumar verði 100%. Við sjáum gífurlega fjölgun bæði í þjóðgarðinum og á gestastofu. Á Djúpalónsandi hefur verið stöðugur straumur alla daga og stundum algjör örtröð þar sem bílastæðin hafa ekki getað annað þessari fjölgun á bílum. Margir göngustígar við athyglisverðustu staðina eru farnir að láta á sjá og kallar uppbyggingu stíga sem þola álagið.
Sumarið er annars búið að vera dásamlegt og frábært tím landvarða. Það er alltaf skemmtilegt þegar það er mikið af fólki í garðinum og höfum við lítið þurft að ver að skammast í fólki fyrir að ganga ylla um, svo sem henda rusli, tjalda í þjóðgarðinum eða keyra utan vegar. Þó er það síðast nemda mesta vandamálið hjá okkur og höfum við núna seinustu daga verið vitni af nokkrum sem aka utan vegar og tilkynnt það að sjálfsögðu til lögreglu. En sjaldnast fara þessi mál fyrir dóm.
Sjálfboðaliðarnir frá BTCV fóru í dag, en þeir eru búnir að vera hjá okkur í rúma viku. Þeir eru búnir að vera að vinna í göngustígunum niður á Djúpalónsand sem voru frekar ylla farnir eftir alla umferðina. Einnig löguðu þeir stíginn upp á Saxhól.
Við héldum þeim svo grillveislu um daginn og grilluðum lambalæri að sjálfsögðu með öllu tilheyrandi. Þetta var góður hópur, fjórir strákar frá Bretlandi og ein stelpa frá Þýskalandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 21:27
Fórum í sjósund með hákörlum!
Á þriðjudaginn var fórum ég, Gunna Lára og Linda í sjósund í Skarðsvík. Ég hef ekki farið að synda í sjónum hér á Íslandi síðan ég var lítill patti á Akranesi. En þar var farið á hverju sumri á Langasand og synt í sjónum. Í Skarðsvík var sól, blíða og 13°c. Sjórinn var 11°c. Til að byrja með voru miklir skrækir en svo vandist kuldinn og við fórum aftur út í og tókum dýfu í öldurnar.
Í dag fórum ég og Gunna Lára aftur í sjósund og var það aðeins auðveldara en síðast. Þegar við vorum komin upp úr og vorum að þurrka okkur þá sáum við hákarl koma upp úr einni bárunni. Það var dálítið óhugnanlegt og héldum við að Djaws væri kominn á svæðið. það hefur nefni lega sést til 3 hákarla hér vestast á nesinu síðustu daga og teljum við að það séu beinhákarlar. En þeir geta orðið allt að 12 m langir og synda gjarnan með galopið ginið og sía í sig allan mat sem á vegi þeirra verður.
En við erum hvergi bangin og ætlum að fara aftur á laugardaginn í sjósund, og þá verða tekin fleiri sundtök. Að finna fyrir kuldanum, saltinu og sandinum á milli tánna er bara dásamlegt og manni líður mjög vel á eftir í öllum líkamanum. Ég mæli með þessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2009 | 22:09
Svangir rituungar
Byrjaði vaktina á Arnastapa í gær 3 ágúst. Þar var sól og blíða en sorgarsjón að sjá alla dauðu ungana í bjarginu og foreldrana sem stormuðu yfir þeim. Það voru 9 ungar í 9 hreiðrum af 40. Mikið af dauðum ungum í hreiðrum. aðeins sá ég 2 fleiga unga á sveimi við bjargið. Varpið lítur ekki vel út.
Í Svörtuloftum var rok en hlýtt. þar sá ég 4 unga í 4 hreiðrum af 40. Engan fleigan unga sá ég á sveimi við bjargið og mikið af dauðum ungum í hreiðrum. Enn meiri brestur í varpinu í Svörtuloftum en á Arnastapa. Á hvorugum staðnum var ég var við fæðugjöf.
Allt önnur saga er í Keflavíkurbjargi. þar sá ég 32 unga í 27 hreiðrum af 40. Nokkrir ungar voru fleigir og flögruðu við bjargið og settust jafnvel á sjóin í leit að fæðu. Ég var einnig var við nokkrar fæðugjafir að minnsta kosti í 8 tilvikum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2009 | 20:34
Áfram heldur vöktun á ritu
Mánudaginn 27 júlí byrjaði ég daginn á að veiða ritu með aðstoð Elínar. Við veiddum 6 fugla en enginn þeirra vildi æla upp fæðunni þar sem það var engin fæða í sarpinum. Það var erfitt að ná þeim þar sem fullorðni fuglinn er ekki eins mikið við hreiðrið nú þegar ungarnir eru orðnir svo stálpaðir. Við tíndum upp 5 dauða unga í fjörunni við Pumpu. Í heildina töldum við um 60 dauða unga í þessari litlu fjöru.
Það var sól og hiti á Arnastapa þegar ég hóf vöktunina. 16 ungar voru í 16 hreiðrum af 40. Mikið af dauðum ungum í hreiðrum og aðeins sá ég einn fleygan unga. 12 dauðir ungar voru í sjónum fyrir neðan bjargið.
Í Svörtuloftum var ég kl. 11:45 þar sem hitinn var um 15°c og mjög hvasst. Ég tolldi ekki lengi við þar því mér var orðið ískalt. Þar taldi ég 11 unga í 11 hreiðrum af 40. Mikið var af dauðum ungum í hreiðrum. Ég sá engan fleygan unga og þeir voru mis langt komnir í þroska og margir enn með dún.
Í Keflavíkurbjargi var ég kl. 13:10. Þar taldi ég 39 unga í 32 hreiðrum af 40. Þeir eru mis langt komnir í þroska en margir komnir með flugfjaðrir og farnir að blaka vængjum. að minnsta kosti tveir ungar voru fleygir. Ég var var við 3 fæðugjafir.
Það virðist sem Keflavíkurbjarg komi langbest út úr varpinu og allar líkur eru á að flestir ungar komist þar á legg. Hvað það er sem veldur því komumst við vonandi að þegar rannsóknarvinnu líkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2009 | 14:57
Barnastund á Arnastapa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.7.2009 | 21:21
Riturannsókn
Á þriðjudaginn 21 júlí fór ég í 5 vöktunina á ritu. Ég Byrjaði á Arnastapa eins og vanalega kl. 9:50. Það var rok og hálfskýjað og hiti um 14°C Það hefur heldur fækkað af ungum frá því fyrir viku eða 28 í 28 hreiðrum af 40. Talsver af dauðum ungum í hreiðrum og ég var ekki var við neina fleyga unga. Í 1 1/2 tíma var ég ekki var við neina fæðugjöf.
Í Svörtuloftum var ég kl. 13:50, þar var rok, sól og um 15°C Þar voru 20 ungar í 20 hreiðrum af 40. Ungarnir voru mun óþroskaðri en á Arnastapa. Ég var vitni af 4 fæðugjöfum á 1 1/2 tíma.
Í Keflavíkurbjargi var ég kl. 17:00 í sól, roki og 15°C Þar voru 43 ungar í 36 hreiðrum af 40, tveir ungar í 7 hreiðrum. Afkoma unganna virðist vera best á þessu svæði þó eru ungarnir á mismunandi þroskastigi, allt frá því að vera enn með dún og fjaðralausir og uppí að vera orðnir fleygir. Aðeins sá ég einn fleygan rituunga. Á 1 1/2 tíma varð ég vitni að 4 fæðugjöfum.
Núna skyndilega er ég var við mikinn ungadauða, það hefur snarfækkað í björgunum nema síst í Keflavíkurbjargi.
Á mánudaginn 20 júlí veiddum við Guðrún Lára 10 ritur á Arnastapa en aðeins 3 þeirra ældu æðunni og vorum við vör við rækjur í fæðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 21:22
Sáum sautján seli í Selavík á Búðum.
Það var mikið að gerast um helgina og ekki er ég frá því að landvörðurinn sé dálítið þreyttur. Á föstudaginn gekk ég ásamt Sigga mínum og Elínu á Sölvahamar sem tók 2 tíma í steikjandi hita. Þessi leið er ótrúlega falleg. Þar sáum við þennan fuglahóp á flugi neðan við hamrana. Gengið er frá Arnastapa.
Á laugar var ég og Gunna Lára með barnastund og mættu 13 krakkar. Það var svaka stuð enda góður hópur af krökkum á aldrinum 5 - 12 ára. Klukkan 2 var ég með göngu frá Sandhólum að Djúpalónsandi. Í hana mættu 4 íslendingar. Veðrið var að vanda dásamlegt.
Á sunnudeginum var Sæmundur með göngu á Búðum og var gengið frá Kirkjunni út í Selvík og til baka yfir hraunið að Búðarkletti. Í Selavík sáum við 17 seli og þar af 2 útseli og annar þeirra ansi stór. Þegar við komum til baka eftir 4 tíma göngu hittum við Gunnu Láru sem var einnig með göngu á Búðum. Við sólumst í för með henni og enduðum í kirkjunni þar sem saga hennar var rakin í þaula. Ég setti inn myndir í þjóðgarðsalbúmið sem voru teknar í göngum helgarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 14:31
Rituungarnir braggast vel.
Það var sól og blíða á Arnastapa þegar ég kom þangað kl 9:45 á mánudags morgun. Varpið fer vel af stað á og ekkert ber á dauðum ungum. Þó eru færri ungar í einstaka hreiðri svo einhver afföll hafa orðið enda er það oftast þannig að ritan kemur bara einum unga á legg. Ungar eru í öllum hreiðrum nema þrem. Í 14 hreiðrum eru 2 ungar en annars 1. Ég sá 3 unga í 4 hreiðrum en þau eru utan þessara 40 hreiðra sem ég fylgist með. Tvær ritur sitja enn á eggi. Ég varð vitni af 5 fæðugjöfum þennan 1 1/2 tíma sem ég fylgdist með. Ungarnir eru mis þroskaðir og sá ég einn fleygan unga sem sat á syllu utan hreiðurstæðis.
Á Skálasnaga við svörtuloft kom ég kl. 13:10 og .þar var frekar kalt og mikið rok. Ég staldraði stutt við en fór yfir öll 40 hreiðrin og skráði fjölda unga per hreiður. En þar voru 3 auð hreiður og í 1 þeirra lá ritan enn á eggi. Ungar voru komin í 5 hreiður sem ekki voru komnir fyrir viku.
Í Keflavíkurbjarg var ég komin kl. 15:15 og þar var sól og blíða. Þar voru 5 hreiður tóm sem voru með ungum fyrir viku. Ungar voru komnir í 3 hreiður sem voru tóm áður eða þar sem ritan lá á eggi. Ég sá einn unga dauðan í sjónum en annars virðast ungarnir flestir braggast vel, þó sumir þeirra væru ansi litlir. Ég var ekki var við margar fæðugjafir eða aðeins 3.
Verkefnið gengur vel og á næstu dögum verður farið í að veiða fleiri ritur og kanna fæðuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)