Færsluflokkur: Bloggar
24.5.2007 | 14:54
Bárðarkista
Það er frekar vetrarlegt um að litast í Þjóðgarðinum þessa dagana og fáir ferðamenn á ferli. Það er lítið að gerast á Gestastofu þar sem ég er staddur þessa daganna. Málaði skilti fyrir utan gestastofu í gær og ég hélt að mér mundi aldrei verða hlýtt aftur. Það er ekkert sérstakt að mála í snjókomu
.
En svona til að stytta okkur stundirnar þar til við getum farið út og hlaupið nakin um græna náttúruna, þá ætla ég að segja ykkur frá gullkistu sem er staðsett hér í þjóðgarðinum og engum hefur tekista að opna.
Þið sjáið myndina hér fyrir ofan af fjallinu, hægra megin efst er þessi gullkista sem heitir Bárðarkista. Bárður Snæfellás á þessa kistu og er hún sögð full af gulli. En Sá einn getur opnað þessa kistu sem er getinn af sjötugri mey, hefur einungis lifað á kaplamjólk til 18 ára aldurs og aldrei gert neitt gott.
Svona minnir miga að sagan segir. Svo ef það er einhver þarna úti sem þetta á við þá er gullið hans/hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2007 | 13:54
Nýr Stjórnarsáttmáli
Nýr stjórnarsáttmáli þar sem segir að við Íslendingar séum í einstakri stöðu til að vera í forustu í að koma í veg fyrir meiri mengun og sóun á náttúruauðlindum. Er ekki aðeins of seint í rassinn gripið. Síðasta ríkisstjórn er sennilega búin að koma okkur aftar í röðina þannig að við erum ekki lengur einstök og í forustu.
Eftir allar virkjanir og álver sem hafa risið í tíð síðustu ríkisstjórnar og von er á enn fleiri virkjunum og álverum.
Við vorum einu sinni einstök og í forustu, og spennandi verður að sjá hvort nýrri ríkisstjórn tekst að koma okkur aftur þar sem við vorum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 13:26
Á ferðalagi með farfuglum
Þegar ég var á leiðinni hingað á Snæfellsnes frá Seyðisfirði þann 7 maí Var á vegi mínum Helsingjar í Þúsunda tali í Skagafirðinum. Þetta var mögnuð sjón og aldrei hef ég séð svona stórann hóp gæsa á nánast öllum túnum meðfram þjóðveginum í Húnavatnsýslu og Skagafirði.
Helsingi fer um landið á vorin og haustin á ferðalagi sínu frá Bretlandseyjum á varpstöðvar sínar á Grænlandi. Helsingjar staldra við hér á landi til að fylla tankinn, það er bíta gras og bíða hagstæðrar vindáttar sem auðvelda fuglunum ferðalagið langa á áfangastað. Afar sjaldgæft er að Helsingi verpi á Íslandi en hefur þó sést á Breiðafirði og í Skaftafellssýslu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 11:16
Landvörður skriðinn úr vetrarhýði
þá er landvarðarstarfið hafið að nýju hér á Snæfellsnesi. Kom í gær úr Reykjavíkinni eftir ansi erilsama viku og mikið stress. Þannig að það er algjört himnaríki að vera kominn aftur í sveitina þar sem orðið stress þekkist ekki nema á fárra vörum.
Þegar ég skreið framúr í morgunvildi ekki betur til en svo að allt var orðið hvítt af snjó. Bílinn varð ég að skafa og tók mig drjúga stund að finna eitthvað til að skafa með þar sem ég var ekki með vísa kortið á mér
Á leiðinni frá Gufuskálum á gestastofum á Hellnum var mikið krap á veginum þar sem malbikað er þannig að það tók mig drjúga stund að keyra á milli.
Þrátt fyrir snjókomu og 1° hita er vorið komið. Ritan er sest í björgin og krían er að undirbúa varp. Á hverju ári verður maður jafn hissa þegar það fer að snjóa skyndilega en samt gerist þetta á hverju ári. Við erum fljót að gleyma.
Semsagt landvörðurinn er mættur á svæðið og ætlar að vera duglegur að blogga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2006 | 14:00
Einu sinni var ég streit
Það hringdi í mig um daginn kennari frá grunnskólanum á Akranesi þar sem ég stundaði nám frá 6 ára aldri. Skólinn verður 25 ára á þessu ári og það á að gefa út blað þar sem koma fram krakkar sem voru í þessum skóla (sem heitir Grundaskóli) frá upphafi skólans og ég var einn af þeim. Mér voru sendar spurningar sem ég átti að svara og verða svo byrta í þessu blaði.
Það helltust yfir mig minningar frá þessum árum mínum í skólanum og var ég beðin um rifja upp eithvað eftirminnilegt úr skólanum. Mér datt þá fyrsrt í hug þegar einn kennarinn okkar sem náði aldrei athygli okkar sló svo fast í kennaraborðið að höndin á honum mölbrotnaði svo hann var í gifsi í margar vikur á eftir.
Svo voru það lokaorð, hvernig upplifði ég þessi 10 ári í skólanum. Þau voru fín framan af þar til komið var í gaggó þegar hormónarnir voru komnir á fullt. Það voru verstu árin mín, þó ekki alslæm. Ég var náttúrulega stimplaður gagnkynhneigður átti að haga mér eftir því. Laug að sjálfum mér og öðrum þessi 3 ár og þóttist vera skotin í hinni og þessari stelpu. Engin fræðsla var um samkynhneigð og virtist það ekki vera til þannig að ég var sennilega eini kynvillingurinn á Íslandi. ( eins og það var kallað í kynfræðslubókum á þessum tíma).
Ég tel mig nú hafa sloppið ágætlega frá þessu öllu saman, en fyrstu kynni mín af ástinni var ekki fyrr en ég var orðin 19 ára gamall og fluttur bæði að heiman og frá Akranesi. Ég fór algjörlega á mis við æskuástina. Þessi ár mundi ég ekki vilja upplifa aftur og vonandi eru breyttir tímar í dag og krakkar ekki stimplaðir streit.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2006 | 11:14
Góður dagur
Átti góðan dag í gær í vinnunni og líka eftir vinnu. Þetta var síðasti eða næstsíðasti dagurinn hennar Lindu Landvörð. Við ákváðum að gera eithvað skemmtilegt í tilefni dagsins og fórum því í Stykkilshólm í eina bestu sundlaug á vesturlandi. Þar sinntum við eins og selir heilan kílómeter og lögðumst svo í heitann nuddpottinn og létum alla vöðvabólgur og bakþanka líða úr líkamanum. Fórum svo á Narfeyrastofu og fengum okkur frábærann mat. Mæli hiklaust með þessum stað. Fórum svo í göngu niður á höfn í frábæru veðri. (þetta er farið að hljóma of rómatískt! Unnari er sennilega hætt að lítast á þetta en hann veit að mér verður ekki snúið ).
Stykkilshólmur hefur þessi áhrif á mann mæli með því að allt ástfangið fólk fari í sunnudagsrúnt í Stykkilshólm.
Nú er ég aleinn á Gufuskálum, stelpurnar farnar . Ásta kemur reyndar aftur en aðeins til að leysa mig af í smá frí. Svo verð ég til 12 sept.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)