Færsluflokkur: Lífstíll
19.11.2006 | 13:43
Innidagur
Það er ekkért betra en óveður á sunnudegi og engin ástæða til að yfirgefa íbúðina. Uppskrift að svona degi er að sofa eins lengi og maður getur, beikon, egg og amerískar pönnukökur með sýrópi í morgun- eða hádegismat, lesa moggann með kaffibolla í hendi, leggjast svo upp í sófa og horfa á framhaldsþætti á DVD. Svona verður dagurinn hjá mér
Annars hef ég alltaf þörf fyrir að sinna að minnsta kosti einu erindi á hverjum degi fyrir utan að blogga. Svo að eftir nokkra tíma eftir að vera búinn að horfa á nokkra þætti þá verð ég eirðalus og verða að sinna þessu erindi, en hvað það verður kemur bara í ljós á eftir Kann ekki að gera ekki neitt í heilan dag.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2006 | 22:07
Byrjaður að blogga aftur
Jæja ég er að mana mig í að byrja aftur að blogga. Það er alltaf svo mikið að gera þegar maður býr í borginni, annað þegar maður var í sveitinni þar sem sólahringurinn virðist vera lengri og nógur tími til að blogga.
Allavega þá er ég orðin miðbæjarrotta aftur og er að vinna í 101 svo að það líða stundum nokkrir dagar án þess að ég fari út fyrir 101 landamærin. Semsagt algjör miðbæjarrotta og líkar það vel.
Er nú á fullu að koma jólunum í gang í búðinni, ekki seinna vænna enda er það þrautinni þyngri og gott væri ef gæti maður unnið allan sólahringinn. Það er ekkért grín að vera blómaskreytir á jólunum, það er mikið púl og langur vinnudagur, en rosa gamann
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2006 | 13:50
Síðasta bloggið frá Snæfellsnesi
Nú styttist í að ég fari heim í höfuðborgina. Síðasti dagurinn á gestastofu. Hér er grenjandi rigning og rok og engir gestir. Þetta er búið að vera frábær tími og ég kem til með að sakna þess. Ég hef fengið aðra sýn á náttúruna, ber meiri virðingu fyrir henni og er hættur að henda tyggjói á jörðina Nú tekur við af móanum, hrauninu og þögninni dásamlega malbikið, traffíkin og háfaðinn. Hvoru tveggja á við mig, þarf að fá góðan skammt af hvoru tveggja.
Ég er búinn að setja myndasyrpu í albúmið. Kveðja til allra frá Snæfellsnesi, sjáumst í borginni.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.9.2006 | 11:23
Hvalaæturnar farnar
Ég fór í eftirlit í þjóðgarinn og friðlöndin í 2 daga í vikunni. Það var yndislegt að komast aðeins út af gestastofu enda orðið mjög rólegt þar núna. Ég fór út að Búðum og tók fleiri myndir af hvalnum. Maðkarnir eru farnir og nánast allt skinn og kjöt farið af honum, eithvað af beinunum eru horfin. Ég tók nokkur bein til að hafa til sýnis á gestastofu.
Ég fór líka inn í Rauðfeldargjá þó það sé ekki innan okkar svæðis. Það var frekar óhugnalegt að koma þar vegna þess að minkurinn hefur ráðist á marga fílsunga sem hafa ekki náð fyrsta flugi úr hreiðrinu og dottið niður í gjánna. Ég fór inn í gjánna en þar var ekki þverfóta fyrir dauðum fuglum og mikurinn hefur nagað hausinn af þeim öllum. En nokkrir ungar voru á lífi þarna inni og virtust vera að gefast upp á lífinu vegna þess að ef þeir sjá ekki sjóinn þá geta þeir ekki flogið. Svo ég tók mig til og smalaði þeim út úr gjánni með öskrum og stríðslátum, og það gekk á endanum og urðu fílsungarnir mun hressari og lífsglaðari þegar þeir komust út úr gjánni og sáu sjóinn. Þar með var ég búinn að gera góðverk dagsins eins og sönnum landverði er einum lagið.
Þessa tvo daga sem ég var í eftirlitinu fékk ég mjög gott veður. Við Sæmundur fórum einnig og stikuðum Efstaveg þannig að við erum hálnaðir með hann núna. Það var svolítið erfitt að finna veginn á kafla en með þolimæði og miklu rölti upp og niður hlíðarnar áttuðum við okkur á þessu öllu saman og fundum margar vörður sem voru nánast horfnar.
Nú er ég komminn á geststofu aftur og á von á 20 mann hópi frá Umhverfisstofnun, eins gott að standa sig í mótökunni
P.s. Búin að bæta við myndum frá þessum 2 dögum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2006 | 16:05
Fyrrverandi sjónvarpssjúklingur
Læknaðist af sjónvarpssýkinni tímabundið í gærkveldi. Ákvað að fara í göngutúr eftir vinnu og keyrði út á Malarrif og gekk áleiðis að Einarslóni í sól og blíðu. Ég hef aldrei gengið þarna áður og þvílík fegur. Ég gekk meðfram ströndinni sem er að mestu háir hraunklettar. Það er greinilega mikið brim á þessu svæði því sjórinn er búinn að rífa klettarveggina í tætlur. Ég tók nokkrar myndir þar sem þið getið séð hvernig þetta lítur út. Ég sá einnig marga litla hella á leiðinni og voru sumir manngengnir. Það er mikið fuglalíf á þessu svæði og sá ég meðal annars toppskarf, dílaskarf, hvítmáf, stelk og margar fleiri tegundir. Einnig er mjög fjölbreytt flóra á þessu svæði og bláber og krækiber sem eru akkurat þroskuð og smökkuðust mjög vel.
Eftir 2 tíma göngu og nokkrar lúkur af berjum hljóp ég að bílnum til að athuga hvað tímanum leið, þá sá ég að þátturinn minn í sjónvarpinu var ekki enn byrjaður svo ég gaf í og brunaði heim.
En gangan var samt mun skemmtilegri en þátturinn í sjóinvarpinu
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2006 | 17:28
Sjónvarpssjúklingur
Ég er stundum algjör sjónvarpssjúklingur og viðukenni það að ég á mjög erfitt með að vera án þess. En það getur líka verið algjör tímasóun að glápa á imbann. Ég komst að því í gærkveldi þar sem ein vinkona mín bað mig að fara heim til sín og líta eftir kisunum hennar. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar þar sem hún er með 20 sjónvarpsstöðvar. Ég ákvað að fresta kvöldgöngunni í þjóðgarðinum þó það hafi veri sól og logn. Eldaði mér mexíkanskt og settist með kisunum við imbann. Klukkan 23:00 komst ég að því eftir 4 tíma gláp að ég hafði í mesta lagi horft í 10 mín. á hverja stöð. semsagt í 4 tíma var ég ekki að horfa á neitt. Það var ekkér spennandi í sjónvarpinu. Ég stóð upp úr sófanum úrillur og dauð þreyttur með sviða í augunum og hausverk.
Ég hefiði betur farið í þessa kvöldgöngu og ég er ákveðin í að gera það í kvöld
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2006 | 10:54
Myndirna loksins komnar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2006 | 17:45
Snæfellsjökulsþjóðgarður
Ég er búinn að taka miljón myndir hér í þjóðgarðinum í sumar og enn gæti ég tekið miljón í viðbót því það er svo margt fallegt hérna, dýra og jurtalífið hér er ótrúlega fjölbreytt og það er ómögulekta að koma auga á það allt á einu sumri. En hver veit nema maður eigi eftir að vera hér annað sumar, aldrei að vita. Ég setti inn nokkrar myndir í viðbót í myndaalbúmið Sveitalíf. Sjón er sögu ríkari.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2006 | 15:33
Nýr kafli
Jæja þá er landvarða starfið alveg að líða undir lok. Kominn aftur í sveitina og aðeins 12 dagar eftir Þá er bara að takast á við íslenskann vetur í höfuðborginni og gerast aftur miðbæjar rotta. Þetta er búin að vera góð hvíld frá borgarlífinu og mig hlakkar til að fara að vinna aftur sem blómaskreytir.
Alltaf gaman þegar maður getur sett reglulega kaflaskil inn í lífið það er að vera ekki alltaf í sömu vinnunni og búa alltaf á sama stað.... Mér er orðið það nauðsynlegt að geta stokkað reglulega upp í lífi mínu. En sumu vil ég alls ekki breyta. Enda er ég ástfanginn og sé fram á að ég eigi eftir að vera það lengi lengi..... Þakka bara mínum heittelskaða fyrir þolimæðina gagnvart mér
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2006 | 14:04
Fullkomið starf
Ég er alltaf að leita að draumastarfinu og verð sennilega að því alla ævi. Reyndar þetta starf sem ég er í núna er næstum fullkomið en það er einungis yfir sumartímann T.d dagurinn í dag byrjaði á því að ég vaknaði kl. 8, fékk mér morgunmat og smurði mér nest. Því næst keyrði ég inn í þjóðgarðinn og fór í 2 tíma göngu meðfram ströndinni á milli Hólahóla og Djúpalónsand. Það var 16°c hiti og glampandi sól. Ég var algjörlega einn í heiminum í 2 tíma í ótrúlegri náttúrufegurð. Þetta kalla ég góða byrjun á vinnudegi. Það er nefnilega hluti af starfinu hjá okkur landvörðunum að þekkja sem flestar gönguleiðir um þjóðgarðinn til að geta upplýst ferðamenn um undur Snæfellsjökuls þjóðgarð.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)