Færsluflokkur: Ferðalög

Á sólarströnd í Köpen

Ströndin á AmagerFór í smá frí frá landvörslunni í síðustu viku. Ætlaði í útilegu en fann svo ódýra ferð til Köpen á netinu og ákvað að bjóða mínum heittelskaða með. Við fórum á fimmtudegi og komum á mánudegi. Vissi að spáin væri góð en hún varð eiginlega of góð þar sem hitinn var um 30°c allan tímann. Svo úr varð sólarstrandarferð. Nóg er af ströndum í Danmörk og ekki þarf að fara nema út á Amager til að komast á frábæra strönd. Sjórinn var ilvolgur og sandurinn brennheitur, gerist ekki betra. Markmið ferðarinnar var nú bara að ná að mynda smá bjórvömb en því fylgdi svo brúnka og sandur á milli rasskinnanna.Blush

Sjá myndaalbúm " Í Köpen"


Rebbi mér við hlið

Ég verð að segja ykkur frá einni af mínum miljón gönguferðum sem ég fer hér um þjóðgarðinn þegar ég er í eftirliti.

Ég smurði mér nesti og fór í góða skó. jeppaðist niður að sjó og gekk með fjörunni að Lóndröngum. þar settist ég í flæðarmálið og bragðaði á nestinu míniu og tók upp kíkirinn og skoðaðai fuglana í bjarginu. Sólin skein meira en nokkurtíman áður og öldurnar skullu á klettonum við fætur mér.

Er ég set frá mér kíkinn sé ég yrðling mér við hlið, þetta var ca 3 mánaða gömul tófa sem var sennilega að vonast til að komast í nestið mitt. Þegar ég tók efitr henni var hún einungis í meters fjarlægð frá mér og við horfðumst í augu í daggóða stund. En hún þorði ekki í nestið mitt og trítlaði í burtu.

Ég sauðurinn að sjálfsögðu var ekki með myndavélÓákveðinn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband