21.5.2007 | 11:16
Landvörður skriðinn úr vetrarhýði
þá er landvarðarstarfið hafið að nýju hér á Snæfellsnesi. Kom í gær úr Reykjavíkinni eftir ansi erilsama viku og mikið stress. Þannig að það er algjört himnaríki að vera kominn aftur í sveitina þar sem orðið stress þekkist ekki nema á fárra vörum.
Þegar ég skreið framúr í morgunvildi ekki betur til en svo að allt var orðið hvítt af snjó. Bílinn varð ég að skafa og tók mig drjúga stund að finna eitthvað til að skafa með þar sem ég var ekki með vísa kortið á mér Á leiðinni frá Gufuskálum á gestastofum á Hellnum var mikið krap á veginum þar sem malbikað er þannig að það tók mig drjúga stund að keyra á milli.
Þrátt fyrir snjókomu og 1° hita er vorið komið. Ritan er sest í björgin og krían er að undirbúa varp. Á hverju ári verður maður jafn hissa þegar það fer að snjóa skyndilega en samt gerist þetta á hverju ári. Við erum fljót að gleyma.
Semsagt landvörðurinn er mættur á svæðið og ætlar að vera duglegur að blogga
Athugasemdir
jæja velkomin aftur það verður gamana að fylgjast með þér í sumar þar sem maður á örugglega ekki eftir að hitta þig oft en aldrei að vita nemi að maður skelli sér í dagsferð einhvern tíman í sumar á snæfellsnesið hilsen í bili úr borginni .
Sigga systir :) (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 20:08
Takk fyrir það litla systir alltaf velkominn á nesið, nóg er plássið á Gufuskálum.
Hákon Ásgeirsson, 22.5.2007 kl. 11:28
oh hlakka til að mæta á svæðið - bara 3 dagar þangað til
Linda Björk (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.