22.5.2007 | 13:26
Á ferðalagi með farfuglum
Þegar ég var á leiðinni hingað á Snæfellsnes frá Seyðisfirði þann 7 maí Var á vegi mínum Helsingjar í Þúsunda tali í Skagafirðinum. Þetta var mögnuð sjón og aldrei hef ég séð svona stórann hóp gæsa á nánast öllum túnum meðfram þjóðveginum í Húnavatnsýslu og Skagafirði.
Helsingi fer um landið á vorin og haustin á ferðalagi sínu frá Bretlandseyjum á varpstöðvar sínar á Grænlandi. Helsingjar staldra við hér á landi til að fylla tankinn, það er bíta gras og bíða hagstæðrar vindáttar sem auðvelda fuglunum ferðalagið langa á áfangastað. Afar sjaldgæft er að Helsingi verpi á Íslandi en hefur þó sést á Breiðafirði og í Skaftafellssýslu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.