25.5.2007 | 15:10
Vor undir jökli.
Um helgina verður haldin hátíð hér á Snæfellsnesi undir nafninu VOR UNDIR JÖKLI. Það er búið að skipuleggja stóra dagskrá og hluti af því fer fram í þjóðgarðinum.
Meðal annars sem er á dagskrá á morgun er SANDKASTALAKEPPNI á vegum þjóðgarðsins. Ég var skipaður í þá nefnd og fer keppnin fram í Skarðsvík (sjá mynd). Veitt verða verðlaun fyrir bestu byggingarnar og allir fá viðurkenningarskjal. Þetta verður örugglega spennandi keppni og er kannski eitthvað nýtt fyrir okkur íslendingum sem eru ekki vön að flatmaga á íslenskum ströndum.
Einnig verð ég settur í vitavörslu. Alltaf langað að verða vitavörður og nú er tækifærið. Kannski er ég fyrsti hýri vitavörðurinn á Íslandi .Þannig er að vitinn á Malarifi á að vera opinn almenningi um helgina. Malarifsvitinn var byggður árið 1946 og var vitavörður þar til ársins 1991.
Þetta verður svaka spennandi helgi og verður vonandi að minnsta kosti vorveður hér um helgina.
Athugasemdir
hehe kanski ertu fyrsti hýri vitavörðurinn eða ekki já maður er alveg komin með nóg af þessu kulda og þessu roki hérna í borginn, eins gott að það verði ekki mikið rok á morgun þá get ég ekki farið í kjól á dajmmið well hilsen úr borginni
Sigga systir :) (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.