29.5.2007 | 16:52
Sólstrandargleði.
Sumarið kom um helgina, alla vega hér á Snæfellsnesi. Fjöldi manns lagði leið sína hingað á VOR UNDIR JÖKLI. Sandkastalakeppnin gekk rosa vel og mættu 18 krakkar ásamt foreldrum sem margir hverjir sáu um byggingu kastalana með snjóskóflu að vopni sem kom sér mjög vel til að gera stóra kastala.
Nær 200 manns komu í vitann um helgina þar sem ég var yfirvitavörður og tók mig bara vel út. Hugmynd er að setja upp ljósmyndasýningu í vitanum og hafa hann opinn um helgar í sumar.
Á djúpalóni er búið að setja upp ljósmyndasýningu þar sem myndirnar eru festar í klettana víðsvegar um fjöruna og verður sýninginþar í allt sumar.
Nóg um að vera hér í þjóðgarðinum þannig að ég mæli með því að þú mætir á svæðið og heilsir upp á mig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.