Ungar komnir hjá krumma

KrummaungarÞegar ég fór í göngutúr um daginn að Gerðubergi sem er rétt hjá Gufuskálum sá ég að krummi var búinn að gera stórt og myndarlegt hreiður á syllu í berginu. Ég fór upp á klettana sá ég að það voru 5 egg í hreiðrinu. Þegar ég kom svo ca viku seinna voru þar 3 ungar. Ég náði bar mynd af þrem þeirra þar sem erfitt var að komast að hreiðrinu og ná góðum myndum. Krummi var nú ekkert sérlega ánægður með þessa truflun en ungarnir tóku ekki eftir neinu og steinsváfu.

Ég sá líka annað hreiður í Lóndröngunum og held að þar séu einnig 3 ungar, það er erfiðara að sjá upp í það hreiður.

Ég gæti trúað að það séu nokkur fleiri hreiður í þjóðgarðinum því krummi er ansi víða um garðinn og virðist vera meira af honum núna en í fyrra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband