3.6.2007 | 13:43
Taktu þitt eigið rusl
Vöknuðum eldsnemma í morgun ég og Linda og ákváðum að fara niður í Hellnafjöru áður en ég færi á gestastofu sem opnar klukkan 10. Við vissum af trjágreinum sem hefur verið kastað í sjóinn einhverstaðar við Hellna og rekið síðan upp í fjöruna. Einhver hefur losað sig við afklippurnar af víði á einfaldan og þægilegan hátt
Ég hélt að það væri liðin tíð að henda drasli í sjóinn hvort sem það er lífrænt eða ekki. En svo er greinilega ekki og við landverðirnir verðu áfram duglegir að hreinsa fjörurnar í þjóðgarðinum með glöðu geði á kostnað skattgreiðenda, enda þíðir ekkert að láta einhverja sóða slá sig út af laginu bara láta þá borga hærri skatt
Athugasemdir
Hva, er bara kominn nýr bíll !!!!!!!!!!!!
Ásta Davíðs (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.