Neon-grænir eldgígar

Melasól (Papaver radicatum)Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli fallegra blóma í íslenskri náttúru. En ég held að ég sé búinn að finna uppáhalds blómið mitt. Það er MELASÓL Papaver radicatum. Það sem mér finnst gera það svo sérstakt er þessi neon- græni litur á krónublöðunum. Það er eins og þau séu sjálflýsandi og plantan er svo greinileg í náttúrunni þar sem hún vex yfirleitt á gróðursnauðum melum.

Melasól sá ég fyrst hér við þjóðgarðinn í vegkantinum við Hellnar. Svo sá ég hana í vor á Saxhól sem er gamall gróðursnauður eldgígur. Spennandi verður að sjá hvort melasólin nái að breiða úr sér um alla gígana sem eru um allt í þjóðgarðinum svo þeir verða kannski sjálflýsandi í framtíðinni.

Melasól er af Draumsóleyjaætt og er núna að byrja að blómstra og er í blóma langt frameftir sumri. Hún er líkust garðasól en er auðþekkt á stórum fjórfeldum blómum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband