16.6.2007 | 14:26
Dagur villtra blóma
Á morgun er samnorrænn dagur villtra blóma og ætlum Ég og Gunna Lára að vera með plöntugreiningakeppni í þjóðgarðinum eða nánar tiltekið við Rauðhól. Þar ætlum við að hittast kl. 16:00 og hver og einn á að greina 20 tegundir sem verða merktar á gönguleið í nágrenni Rauðhóls. Þetta verðu örugglega æsispennandi keppni og vonandi mæta margir. Held það eigi að skína sól á okkur hér á morgun.
Ég er búinn að vera á gestastofu síðustu daga og margt hefur verið um manninn, þá aðallega útlendingar, Ameríkanar og þjóðverjar í meirihluta.
Í dag er Sæmundur með refaskoðunarferð við Lóndranga og ætlaði slatti af fólki að mæta í hana. Það er alltaf stuð hér á nesinu
Athugasemdir
Gangi ykkur vel með keppnina :) Tókst að mála hjá mér :) þannig að setja bara upp hilluna aftur og svo er það bara að slappa af............
Linda Björk (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.