20.6.2007 | 16:18
Jónsmessuganga á Snæfellsjökul
Farið verður í Jónsmessugöngu á Snæfellsjökul 23 júní með fjallaleiðsögumanninum Snævarr Guðmundsson. Lagt verður af stað kl. 21:00 frá jökulhálsinum Arnastapa megin. Vonandi verður veður til þess að fara. Við landverðirnir ætlum að mæta. Þetta verður örugglega frábær ferð og spennandi að sjá sólsetrið ofan af jökli.
Léleg mæting var í blómagönguna og eiginlega mætti enginn fyrr en 2 dögum seinna En við Gunna Lára skemmtum okkur vel við að merkja blóminn og nutum veðurblíðunnar. Allir aðrir hafa sennilega verið á 17 júní skemmtun.
Fórum í gær hringferð um Snæfellsnesið með dagskrá þjóðgarðsins sem kom úr prentun í gær. Fórum meðal annars í Stykkishólm og dreifðum dagskránni þar á hótel og Upplýsingamiðstöðvar. Notuðum tækifærið og fórum í sund í veðurblíðunni og fengum okkur kaffi á Narveyrastofu. Einnig lentum við í afmælisveislu í Norska Húsinu og fengum að skoða safnið.
Á leiðinni heim fórum við á Hákarlasafnið í Bjarnarey og skoðuðum safnið og að sjálfsögðu fengum við okkur hákarl
Athugasemdir
Smá ábending: Narveyrarstofa heitir Narfeyrarstofa. Sem sagt kennd við kirkjustaðinn Narfeyri á Skógarströnd.
Hákarlasafnið er í Bjarnarhöfn, ekki Bjarnarey! Hún er ein Vestmannaeyja og er fræg fyrir mikla lundabyggð en Bjarnarhöfn er í Helgafellssveit og er landnámsjörð Bjarnar Austræna, hver er ein höfuðpersóna Eyrbyggju.
Sveinn Ingi Lýðsson, 29.6.2007 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.