28.6.2007 | 14:07
Geggjuð Jónsmessuganga
Farið var í jónsmessugöngu á laugardaginn var og mættu 62 manns. Snævarr Guðmundsson fjallaleiðsögumaður sá um leiðsögn í þessari ferð og vorum við landverðirnir honum til aðstoðar. Við fengum geggjað veður og met þátttaka var. Fólk kom víða að bæði Íslendingar og útlendingar. Ferðin á toppinn tók tæpa 3 tíma og vorum við komin upp rúmlega 12 á miðnætti.
Talsverð umferð snjósleða var á jöklinum og truflaði það talsvert kyrrðina og óbyggðarfýlingin. Útlendingarnir voru mjög hissa á að sjá alla þessa vélsleða þarna innan um göngufólkið enda þekkist það yfirleitt ekki erlendis að það megi aka um á vélsleðum hvar sem er á fjöllum. Hér á landi vantar reglugerðir varðandi þetta og í raun ætti að vera vélalaust tímabil á jöklum landsins svo göngufólk geti notið þess að ganga á jökla.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.