4.8.2006 | 16:03
Rebbi mér við hlið
Ég verð að segja ykkur frá einni af mínum miljón gönguferðum sem ég fer hér um þjóðgarðinn þegar ég er í eftirliti.
Ég smurði mér nesti og fór í góða skó. jeppaðist niður að sjó og gekk með fjörunni að Lóndröngum. þar settist ég í flæðarmálið og bragðaði á nestinu míniu og tók upp kíkirinn og skoðaðai fuglana í bjarginu. Sólin skein meira en nokkurtíman áður og öldurnar skullu á klettonum við fætur mér.
Er ég set frá mér kíkinn sé ég yrðling mér við hlið, þetta var ca 3 mánaða gömul tófa sem var sennilega að vonast til að komast í nestið mitt. Þegar ég tók efitr henni var hún einungis í meters fjarlægð frá mér og við horfðumst í augu í daggóða stund. En hún þorði ekki í nestið mitt og trítlaði í burtu.
Ég sauðurinn að sjálfsögðu var ekki með myndavél
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.