6.7.2007 | 17:00
Búðarganga og barnastund í þjóðgarðinum
Vikuleg dagskrá þjóðgarðsins byrjaði um síðustu helgi í blíðskapar veðri. Tengdafjölskylda mín leigði íbúð á Gufuskálum og að sjálfsögðu mættu þau í allar göngurnar. Ég var með göngu á búðum á sunnudaginn og gengum við frá kirkjunni út að Frambúð. Það var steikjandi hiti en sem betur fer smá gola. Við gengum meðfram ströndinni til baka og þar sást til fólks buslandi í sjónum og í sólstrandarfíling.
Á laugardaginn vorum Ég og Þórunn með fyrstu barnastund sumarsins á Arnarstapa. Þó tjaldstæðið hafi verið fullt af fólki mættu ekki nema 5 krakkar. En það var rosa gaman hjá okkur og fórum við í marga leiki.
Þórunn var með göngu á Svalþúfu á laugardaginn eftir barnastundina og þar mættu 32. Gangan tók 1 klukkutíma og var gengið út á Svalþúfu og niður að Lóndröngum.
Á mánudaginn átti ég afmæli
og tók ég mér þá frí frá landvörslunni. Við Unnar, Aðalheiður og Skúli fórum í hvalaskoðun frá Ólafsvík og sáum hrefnur og höfrunga sem léku fyrir okkur listir, það var rosa gaman og í fyrsta skiptið sem ég fer í hvalaskoðun. Eftir það fórum við öll fjölskyldan í Stykkishólm út að borða á Narveyrastofu. Unnar minn
bauð mér þangað og sjaldan hef ég fengið eins góðan mat. Ég mæli hiklaust með þessum stað. Að því loknu var farið í göngu niður á bryggju og upp á hólminn í þvílíkt góðu veðri. Þetta var frábær dagur sem gleymist seint.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.