8.8.2006 | 15:05
Akstur utan vega
Það er mjög eftirsóknavert á meðal margra Íslendinga að aka utan vegar. Þetta er stórt vandamál víðsvegar um landið og er eitt leiðinlegasta málið sem landverðir þurfa að glíma við. Oft verða þessi mál að lögreglu máli þó oftast séu málin kláruð á staðnum. Leiðinlegast er að lenda í því að bílstjórinn helli sér yfir mann og segir að það sé ekkért leyfilegt lengur í þessu landi, eða að hann hafi alltaf keyrt hérna og ætli sér að halda því áfram. Ein stærstu og fyrirferða mestu mannvirki í landinu eru akvegr og eru til að afmarka umferð bíla um landið.
Að aka utan vegar er eins og að ganga inn á heimili fólks á skóbroddum sem skilja eftir sig djúp för í parketinu. Þessvegna er ég með flísar í forstofunni.
Athugasemdir
Tala nú ekki um þegar maður þarf síðan að raka í förin eftir þetta fólk
Linda Björk (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.