12.8.2006 | 20:06
Til hamingju hommar og lesbíur
Mesti gleðidagur ársins er nú runnin upp. Það er alltaf góð tilfinning að ganga niður laugaveginn og sjá og upplifa alla gleðina sem ríkir á þessum merkis degi. Ég fyllist þjóðarstolti þegar ég sé allann þennan mannfjölda sem styður okkur hommana og lespíurnar í baráttunni um aukin mannréttindi. Þetta er reyndar ekki nein kröfuganga lengur heldur gleðiganga.
Ég tók mér að sjálfsögðu frí frá landvarða störfunum til að mæta í gönguna sem jafnast ekki á við neina aðra skemtun. En það er ekki öll nótt úti enn því aðal ballið er eftir þar sem Páll Óskar mun halda uppi fjörinu fram á morgun, þannig að það er löng og ströng nótt framundan.
Og svona að lokum I AM PROUD TO BE GAY sjáumst á ballinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.