Hollywood mynd á Djúpalónsandi

Þyrla á Djúpalónivorum á göngu á milli Djúpalóns og Dritvíkur á dögunum þegar við sjáum að þyrla lendir við bílastæðið á Djúpalóni. Þetta voru Ameríkanar frá Hollywood að leita að flottum tökustað fyrir ameríska bíómynd. Þeim leist mjög vel á Djúpalónsand og aldrei að vita nema Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull verði miðdepill í Hollywood bíómynd.

En það sem kanarnir klikkuðu á er að fá leifi til að lenda í þjóðgarðinum þannig að engin átti von á því að þyrlan lenti á bílastæðinu á Djúpalóni. Skaðinn sem þyrlurnar geta gert er að þegar þær fljúga nálægt fuglabjörgunum þá fælast fuglarnir og ungar þeirra hrapa niður í sjóinn og drukkna. Dæmi er um að flugvélar eða þyrlur hafi flogið það nálægt fuglabjörgum að þau hafi hreinlega hreinsast af fugli.Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hans Jörgen Hansen

Sæll

Er með áhuga á starfi landvarðar en virðist hvergi geta kynnt mér það almennilega á netinu, var þess vegna að spá hvort ég mætti kannski fá að spyrja þig nokkura spurninga í tölvupósti  allavega þá er mitt tölvupóstfang mr.joggi@gmail.com endilega sendu mér línu ef þú sérð þér fært að svar nokkrum spurningum eða svo

kv

Hans Jörgen Hansen 

Hans Jörgen Hansen, 29.7.2007 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband