19.8.2006 | 12:20
Sveitasæla
Jæja þá er ég kominn í sveitina aftur og það er algjör sæla Farinn frá mínum heitt elskaða enn og aftur en það er stutt í næsta frí.
Fyrsti vinnudagurinn fór meðal annars í gönguferð um Arnastapa í sól og blíðu og ákváðum við að taka okkur góðan tíma í þá göngu og tína rusl um leið. Það er frekar skrítið að ganga meðfram ströndinni núna þar sem megnið af fuglunum eru búnir að yfirgéfa björgin og flognir í burt á vit nýrra ævintýra. Það er ekki lengur bergmál ritunnar eða gargið í kríunni sem heyrist heldur skvallið í öldunum þegar þær brotna á klettunum og tístið í einstaka ungum sem treysta sér ekki enn til að yfirgefa hreiðrið. Ótrúlegt hvað umhverfið tekur miklum stakkaskyptum eftir árstíðum, fuglarnir þagna um leið og mesti ferðamannatíminn er búinn og fljúga burt af landinu með útlendingunum.
Við landverðirnir vinnum streytulaust áfram og bíðum þess að fyrstu snjókornin falli á Snæfellsnesið og hverfum þá burt á vit nýrra ævintýra. En það er ekki alveg komð að því
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.