20.8.2006 | 14:04
Fullkomið starf
Ég er alltaf að leita að draumastarfinu og verð sennilega að því alla ævi. Reyndar þetta starf sem ég er í núna er næstum fullkomið en það er einungis yfir sumartímann T.d dagurinn í dag byrjaði á því að ég vaknaði kl. 8, fékk mér morgunmat og smurði mér nest. Því næst keyrði ég inn í þjóðgarðinn og fór í 2 tíma göngu meðfram ströndinni á milli Hólahóla og Djúpalónsand. Það var 16°c hiti og glampandi sól. Ég var algjörlega einn í heiminum í 2 tíma í ótrúlegri náttúrufegurð. Þetta kalla ég góða byrjun á vinnudegi. Það er nefnilega hluti af starfinu hjá okkur landvörðunum að þekkja sem flestar gönguleiðir um þjóðgarðinn til að geta upplýst ferðamenn um undur Snæfellsjökuls þjóðgarð.
Athugasemdir
Sammála - þetta kemur næst því að vera draumastarfið :) en verð sennilegast líka alla ævi að leita að því.
Linda landvörður (IP-tala skráð) 20.8.2006 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.