1.8.2007 | 14:47
Alþjóðadagur landvarða
Alþjóðadagur landvarða var haldin hátíðlegur í fyrsta skiptið víða um heim í gær 31. júlí. Í tilefni dagsins ætla margar þjóðir að frumsýna heimildarmynd eftir Sean Willmore landvörð frá Warringine Park í Ástralíu. Myndin heitir The Thin Green Line og fjallar um störf landvarða víða um heim. En þessi mynd verður ekki frumsýnd hér á landi fyrr en í haust.
Við landverðir Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls héldum upp á daginn með því að bjóða upp á kvöldrölt frá Arnastapa með ströndinni yfir á Hellna þar sem farið var á kaffihúsið Fjörukaffi. Það mættu átta manns, Þjóðverjar, Svisslendingur og Danir. Fengum fínt veður og gátum frætt fólkið heilmikið um náttúru og þjóðsögur staðarins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.