22.8.2006 | 11:14
Góður dagur
Átti góðan dag í gær í vinnunni og líka eftir vinnu. Þetta var síðasti eða næstsíðasti dagurinn hennar Lindu Landvörð. Við ákváðum að gera eithvað skemmtilegt í tilefni dagsins og fórum því í Stykkilshólm í eina bestu sundlaug á vesturlandi. Þar sinntum við eins og selir heilan kílómeter og lögðumst svo í heitann nuddpottinn og létum alla vöðvabólgur og bakþanka líða úr líkamanum. Fórum svo á Narfeyrastofu og fengum okkur frábærann mat. Mæli hiklaust með þessum stað. Fórum svo í göngu niður á höfn í frábæru veðri. (þetta er farið að hljóma of rómatískt! Unnari er sennilega hætt að lítast á þetta en hann veit að mér verður ekki snúið ).
Stykkilshólmur hefur þessi áhrif á mann mæli með því að allt ástfangið fólk fari í sunnudagsrúnt í Stykkilshólm.
Nú er ég aleinn á Gufuskálum, stelpurnar farnar . Ásta kemur reyndar aftur en aðeins til að leysa mig af í smá frí. Svo verð ég til 12 sept.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.