17.8.2007 | 16:18
Rebba gefið frelsi
Við erum búinn að vera með yrðling í uppeldi hjá okkur í þjóðgarðinum í alt sumar. Í gær var honum sleppt inn í þjóðgarði þar sem fundið var gamalt refagreni. Við merktum hann með tveimur eyrnalokkum þannig að við getum betur fylgst með honum. Til að byrja með förum við reglulega að greninu og færum honum eitthvað að éta en svo kemur að því að hann verður að sjá um sig sjálfur og þá er bara að sjá hvort hann spjari sig.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.