BTCV kvaddir

BTCV kvaddirÍ gærkveldi var okkur landvörðunum boðið í kveðjupartí hjá BTCV. Það eru sjálfboðaliðar frá Bretlandi sem hafa verið að vinna í þjóðgarðinum í 2 vikur. Þeir buðu upp á pitsur og öl. Veðrið var stórkostlegt og borðuðum við úti og sátum þar til miðnættis. Við horfðum á sólsetrið og eftir þá sáum við norðurljósin. það var alveg magnað, sérstaklega fannst Bretunum það.

Það sem þeir voru að vinna að í þjóðgarðinum vara að gera tröppur í göngustíginn upp á Saxhól, Setja niður staura við Beruvík og Saxhólsbæinn. Á þessa staura verða svo sett fræðsluskilti um búsetu á þessum svæðum.

 

Hleðsla við Gufuskálavör

Eitt af aðalverkefni BTCV var að hlaða vegg við Gufuskálavör. Á veggin á svo að setja fræðsluskilti um gamla Gufuskálabæinn og útgerðina sem var þar. Veggurinn kemur mjög vel út, eins og fagmaður hafi verið að verki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband