31.8.2007 | 15:21
Stæltur landvörður
Nú fer að líða undir lok landvarðastarfsins hér í Þjóðgarðinum Snæfellsjökull. Eitt af okkar síðustu verkefnum var að setja upplýsingaskilti á Djúpalónsand um steintök sem eru þar staðsett.
Djúpalónsandur er einn vinsælasti viðkomustaðurinn í þjóðgarðinum og vekja Aflraunasteinar eða Steintökin mikla athygli. Það eru gamlar minjar um sjómennsku í Dritvík. Steinarnir eru 4 og allir mis þungir. Amlóði er 23 kg, hálfdrættingur 54 kg, hálfsterkur 100 kg og fullsterkur 154 kg. Til að gerst skipsrúmgengur á bát frá Dritvík varstu að geta lyft hálfdrættingi og ef þú gast lyft fullsterkum varstu gerður að formanni á einhverjum bátnum.
Alltaf eru að bætast við upplýsingaskilti í þjóðgarðinum og við landverðirnir erum lík búin að vera dugleg að stika gönguleiðir þannig að það er um margar leiðir að velja.
Nú erum við bara tveir landverðir eftir en Linda fór í gær. Þetta er búið að vera frábært sumar og veðrið eins og best verður á kosið. Það var met aðsókn í gönguferðirnar hjá okkur og mun meira af fólki kom á Gestastofu nú í sumar en í fyrra.
Ég ætla nú ekki alveg að kveðja strax héðan kem vonandi með eitt kveðjublogg í viðbót.
Athugasemdir
Hvernig er það á ekkert að blogga í vetur? Segja hvernig er í skólanum og svona?
Linda Björk (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 17:53
Ég segi það, fær maður ekki að fylgjast með hvernig gengur á bændaskólanum ;-)
Ásta Davíðs (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 19:02
Það er aldrei að vita en ég lofa engu!
Hákon Ásgeirsson, 1.9.2007 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.