Hvernig kemst ég á jökulinn

Sprunginn jökullAlgengasta spurningin sem við landverðirnir fáum. Hingað kemur fólk alstaðar að úr heiminum til þess eins að fara á jökulinn. Einn túristinn hringdi í okkur og spurði hvar gatið að miðju jarðar væri á jöklinum. En samkvæmt skáldsögunni Leyndardómar Snæfellsjökuls - för í iður jarðar eftir franska rithöfundinn Jules Verne (1828- 1905) segir frá tveimur Þjóðverjum sem fara í fylgd Íslendings um gíg Snæfellsjökls að iður jarðar.

Fólk verður oft fyrir vonbrigðum þegar það kemur hér og ekki sést í jökulinn svo dögum skiptir og þá spyr það klukkan hvað sýnir jökullinn sig. Við mælum ekki með því að fólk fari á jökulinn seinnipart sumars eða í ágúst og september. Þá er jökullinn orðinn mjög sprunginn og ekki glóra í því að fara. Ekki er alltaf hlustað á okkur og ekki getum við bannað fólki að fara á jökulinn.

En ætti það ekki bara að vera bannað! eða hvað... Sundsprettur á Djúpalóni

Náði myndum af fólki að baða sig á Djúpalónsandi um daginn eftir að Linda landvörður var búinn að ráðleggja þeim að synda ekki á þessum stað þar sem það er mjög aðdjúpt og mikið sog. En þau létu sér ekki segjast. Í fyrra fór hópur af skólafólki í ferð með leiðsögn niður á Djúpalónsand þegar ein aldan hrifsaði til sín einn úr hópnum og var naumlega bjargað af einum starfsmanni þjóðgarðsins.

Allur er varinn góður og það er hluti af okkar starfi hér í þjóðgarðinum að upplýsa fólk um hætturnar en það bara dugar ekki alltaf til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband