4.9.2006 | 16:05
Fyrrverandi sjónvarpssjúklingur
Læknaðist af sjónvarpssýkinni tímabundið í gærkveldi. Ákvað að fara í göngutúr eftir vinnu og keyrði út á Malarrif og gekk áleiðis að Einarslóni í sól og blíðu. Ég hef aldrei gengið þarna áður og þvílík fegur. Ég gekk meðfram ströndinni sem er að mestu háir hraunklettar. Það er greinilega mikið brim á þessu svæði því sjórinn er búinn að rífa klettarveggina í tætlur. Ég tók nokkrar myndir þar sem þið getið séð hvernig þetta lítur út. Ég sá einnig marga litla hella á leiðinni og voru sumir manngengnir. Það er mikið fuglalíf á þessu svæði og sá ég meðal annars toppskarf, dílaskarf, hvítmáf, stelk og margar fleiri tegundir. Einnig er mjög fjölbreytt flóra á þessu svæði og bláber og krækiber sem eru akkurat þroskuð og smökkuðust mjög vel.
Eftir 2 tíma göngu og nokkrar lúkur af berjum hljóp ég að bílnum til að athuga hvað tímanum leið, þá sá ég að þátturinn minn í sjónvarpinu var ekki enn byrjaður svo ég gaf í og brunaði heim.
En gangan var samt mun skemmtilegri en þátturinn í sjóinvarpinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.