Hvalaæturnar farnar

Hvalur á Búðum

Ég fór í eftirlit í þjóðgarinn og friðlöndin í 2 daga í vikunni. Það var yndislegt að komast aðeins út af gestastofu enda orðið mjög rólegt þar núna. Ég fór út að Búðum og tók fleiri myndir af hvalnum. Maðkarnir eru farnir og  nánast allt skinn og kjöt farið af honum, eithvað af beinunum eru horfin. Ég tók nokkur bein til að hafa til sýnis á gestastofu.

Ég fór líka inn í Rauðfeldargjá þó það sé ekki innan okkar svæðis. Það var frekar óhugnalegt að koma þar vegna þess að minkurinn hefur ráðist á marga fílsunga sem hafa ekki náð fyrsta flugi úr hreiðrinu og dottið niður í gjánna. Ég fór inn í gjánna en þar var ekki þverfóta fyrir dauðum fuglum og mikurinn hefur nagað hausinn af þeim öllum. En nokkrir ungar voru á lífi þarna inni og virtust vera að gefast upp á lífinu vegna þess að ef þeir sjá ekki sjóinn þá geta þeir ekki flogið. Svo ég tók mig til og smalaði þeim út úr gjánni með öskrum og stríðslátum, og það gekk á endanum og urðu fílsungarnir mun hressari og lífsglaðari þegar þeir komust út úr gjánni og sáu sjóinn. Þar með var ég búinn að gera góðverk dagsinsGlottandi eins og sönnum landverði er einum lagið.

Þessa tvo daga sem ég var í eftirlitinu fékk ég mjög gott veður. Við Sæmundur fórum einnig og stikuðum Efstaveg þannig að við erum hálnaðir með hann núna. Það var svolítið erfitt að finna veginn á kafla en með þolimæði og miklu rölti upp og niður hlíðarnar  áttuðum við okkur á þessu öllu saman og fundum margar vörður sem voru nánast horfnar.

Nú er ég komminn á geststofu aftur og á von á 20 mann hópi frá Umhverfisstofnun, eins gott að standa sig í mótökunniSkömmustulegur 

P.s. Búin að bæta við myndum frá þessum 2 dögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband