10.9.2006 | 13:50
Síðasta bloggið frá Snæfellsnesi
Nú styttist í að ég fari heim í höfuðborgina. Síðasti dagurinn á gestastofu. Hér er grenjandi rigning og rok og engir gestir. Þetta er búið að vera frábær tími og ég kem til með að sakna þess. Ég hef fengið aðra sýn á náttúruna, ber meiri virðingu fyrir henni og er hættur að henda tyggjói á jörðina Nú tekur við af móanum, hrauninu og þögninni dásamlega malbikið, traffíkin og háfaðinn. Hvoru tveggja á við mig, þarf að fá góðan skammt af hvoru tveggja.
Ég er búinn að setja myndasyrpu í albúmið. Kveðja til allra frá Snæfellsnesi, sjáumst í borginni.
Athugasemdir
Takk fyrir að passa Snæfellsnesið. Þú hefur vonandi komist að því að hvergi eru betri krækiber en í hrauninu norðan Gufuskála og í Hólahólum. Gangi þér vel að venjast hávaðanum aftur.
Valur Óskarsson, 10.9.2006 kl. 15:21
Ekkért að þakka mín var ánægjan, aldrei að vita nema maður mæti afur næsta sumar. Hef smakkað berin við Hólahóla og sjaldan séð svona stór ber, þarf að tékka á berjunum við Gufuskála.
Hákon Ásgeirsson, 10.9.2006 kl. 15:54
Hæ sæti, gaman ad fá ad fylgjast med lífinu uppi á klaka. Bestu kvedjur Perla
Perla (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 22:02
Hvernig var svo París?
Jafnrómantísk og Stykkishólmur ;)
Linda landvörður (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.