Svepprót

nenni ekkiÉg á nú að vera að skrifa ritgerð en ekki að hanga hér á blogginu. En hvað um það, ég er semsagt að skrifa um sveppræturWink og vitið þið hvað það er? Það eru rætur plantna og sveppir sem lifa í sambýli og njóta góðs hvert af öðru. Um 80% plantna á jörðinni mynda þetta sambýli svo að hvor aðilinn eigi auðveldara með að lifa af. Plantan gefur sveppnum að borða og sveppurinn hjálpar plöntunni að nálgast næringarefni í jarðveginum sem hún á annars erfitt með að ná í, eins auðveldar sveppurinn plöntunni að ná í vatn og vera hana gegn ýmsum sjúkdómum og og öðrum skaðvöldum.

Er þetta ekki dásamlegt, þetta getum við lært af jurtaríkinu að samvinna og gott samlífi auðveldar okkur lífið.

Semsagt elska skalt þú náunga þinn og virða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Unnar Geir Unnarsson

Góðan dag, elskan mín þú verður nú að hvíla þig inn á milli. Þú ert frekar þreyttulegur greyið mitt. Farðu vel með þig kveðja, Unnar.

Verum góð við aðra eins og sveppirnir og ræturnar, hljómar vel.

Unnar Geir Unnarsson, 18.4.2008 kl. 06:55

2 identicon

æj greyið mitt hvað þú ert eitthvað þreytulegur!

 of mikið djamm ;) - eða er það lærdómurinn sem er að taka sinn toll?

Sjáumst í sumar ef ekki fyrr! 

Linda landverja (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband