30.5.2008 | 12:10
Íbúðin í rúst eftir jarðskjálftann
Ég var staddur rétt hjá Hellu í jarðfræðiferð að fræðast um hamfarir þegar jörðin fór að nötra. Við sátum út í móa og það var eins og að vera staddur um borð í bát þegar jarðskjálftinn reið yfir. Leiðin lá í átt að Selfossi þannig að ég fór út þar til að athuga hvort ekki væri í lagi með hana ömmu sem býr þar. Þegar ég kom til hennar sat hún úti ásamt nágrönnunum enda var fólki ráðlagt að vera utan dyra. þegar inn var komið blasti þessi sjón við mér, allt á rúg og stúi. Í stað þess að fara með bekkjarfélögunum í bæinn varð ég eftir hjá ömmu og hjálpaði henni að hreinsa til eftir skjálftann. Það brotnaði mikið en til allra hamingju var amma heil á húfi.
Þetta var mjög sérstakur endir á jarðfræðiferð, þar sem við vorum frædd um jarðskjálftasvæðið á suðurlandi.
Athugasemdir
Díses, gott að amma Hulda slapp heil úr þessu.
Unnar Geir Unnarsson, 2.6.2008 kl. 06:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.