8.6.2008 | 14:11
Strandganga í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli
Þá hefst landvarðabloggið aftur eftir langt vetrarfrí. Nú er komið að þriðja sumrinu mínu hér á Snæfellsnesi. Það er alltaf jafn ljúft að koma hingað aftur, er eins og að skríða úr vetrarhýði.
Í gær laugardag var afarið í fyrstu göngu sumarsins, en það var strandganga sem er framhald af 2 strandgöngum sem var farið í fyrra sumar. Planið er að ganga alla ströndina í þjóðgarðinum í pörtum á nokkrum sumrum. Í gær var gengið frá Þórðarkletti að Skálasnaga. Leiðsögumenn voru Sæmundur Kristjánsson sem sagði frá sögu svæðisins og Tómas Gunnarsson fræddi okkur allt um fugla.
Það var margt að sjá í þessari ferð, og sáum við meðal annars himbrima, straumendur, toppskarfa., lunda og aðra algengari fugla. Einnig komum við auga á tófu sem var að spóka sig í Öndverðanesi að leita sér að æti, tófan skaut reglulega upp kollinum og fylgdi okkur eftir í þó nokkurn tíma og var þá ákveðið að skilja eftir smá sláturbita handa henni og þakkaði hún fyrir með því að spangóla fyrir okkur. Við fengum blíðskaparveður mest allan tíman nema rétt í lokin kom slagveður sem var nú bara hressandi. Gangan tók 5 tíma og var með þeim skemmtilegri sem hafa verið farnar í þjóðgarðinum svo ekki missa af næstu strandgöngusem er 3 júlí. Göngurnar hjá okkur kosta ekki neitt og er hægt að nálgast dagskrá sumarsins á vefnum ust.is undir þjóðgarðar.
Athugasemdir
Já, aldrei að vita nema maður skelli sér í göngu ;)
Unnar Geir Unnarsson, 9.6.2008 kl. 06:40
Vertu velkominn, hlakka til að sjá þig
Hákon Ásgeirsson, 9.6.2008 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.