11.6.2008 | 13:06
Í stríði við lúpínuna
Í dag er sól og blíða í þjóðgarðinum og nýt ég þess að ver útivið í dag. Verkefni dagsins er meðal annars að hrein´sa burt lúpínubreiðu sem við erum að berjast við í garðinum. Ég fékk gott ráð frá einum sætum líffræðingi í Háskóla Íslands sem tjáði mér það að slíta lúpínuna þegar hún er í fullum blóma, þá leggur plantan alla orku í blómgun og rótarvöxtur er þá lítill og plantan er mun lausari í jarðveginum þannig að mögulega nær maður lúpínunni upp með rótum. Það gekk eftir, þó ekki hafi ég náð nema hluta breiðunnar með rótum.
Annars ætla ég að drífa mig út aftur og fara í viðhald á skiltum sem eru hér og þar um þjóðgarðinn, svo þarf ég að fara að undirbúa blómagönguna sem ég verð með á sunnudaginn og ég hvet alla til að koma, það verður rosalega gaman og spáð sól og blíðu, gangan byrjar klukkan 2.
Sjáumst!!
Athugasemdir
uss á að núa þessu um nasir mér... ég sem þarf að hanga inni..... buuhuu
Linda landverja (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 13:38
Uss, slíta hana upp eins falleg og hún er, svo hvu hún búa til jarðveg, eitthvað sem við höfum ekki allt of mikið af og heftar sandfok.
kveðja, Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.