12.6.2008 | 15:41
Norrænn dagur villtra blóma
Sunnudaginn 15 júní er norrænn dagur villtra blóm og verður boðið upp á gönguferðir í tilefni dagsins víð um land og meðal annar hér í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ég verð leiðsögumaður í þessari ferð, lagt verður af stað frá Rauðhól kl. 14:00 og gengið verður í ca 2 tíma. Meiningin er kynna nokkrar tegundir blóma sem vaxa á þessu svæði og eru í blóma á þessum árstíma, fjalla um nytjar og þjóðtrú tengdar ýmsum plöntum. En aðal atriðið er að njóta útiverunnar og fegurð flóru Íslands.
Í gær var ég að blogga um lúpínuna sem er innflutt tegund og notuð í uppgræðslu hér á landi. Íí þjóðgarðinum var henni plantað sem skrautplöntu af einstaklingum sem ætluðu hana til skrauts, en svo fór hún að dreifa sér um svæðið og er það þess vegna nauðsynlegt að útrýma henni úr þjóðgarðinum svo hún dreifist ekki yfir annan gróður sem er í garðinum af náttúrulegum ástæðum. Tilgangur með friðun svæða er að það haldist í sinni náttúrulegri mynd og að rask verði sem mynnst af manna völdum. Þótt lúpínan sé falleg þá á hún ekki heima allstaðar og tel ég því rétt að henni verði úthýst úr þjóðgarðinum.
Ég hvet alla til að mæta í gönguna á sunnudaginn og endilega að taka með sér plöntuhandbók og stækkunargler ef þess er kostur. Hlakka til að sjá ykkur!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.