23.6.2008 | 20:04
Sólstöðuganga á Snæfellsjökul
Föstudaginn 20 júní buðum við í þjóðgarðinum upp á sólstöðugöngu á Snæfellsjökul. Snævarr Guðmundsson var leiðsögumaður og naut hann aðstoðar okkar landvarða. Rúmlega 100 manns komu í gönguna, og veðrið var stórkostlegt og nánast heiðskýrt. Gangan gekk mjög vel en nokkuð var um sprungur á leiðinni og nokkrar það stórar að lósa þurfti fólk yfir þær. Þegar á toppinn var komið fóru nokkrir upp á strýtuna sem er hæsti hluti jökulsins, það var ansi bratt og snjórinn vel frosinn en við létum okkur hafa það og adrenalínið fór í botn, en tilfinningin að standa þarna uppi og sjá allt nesið kringum jökulinn var magnað.
Eina sem skemmdi fyrir í göngunni var að mikil sjósleðaumferð var upp á jökulinn og af því hlaust óþoland hávaði og bensínfnykur, upplifunin var ekki eins skemmtileg eins og ef maður fengi að njóta kyrrðarinnar og hreina fjallaloftið. vonandi verður í framtíðinni gangandi fólki á jöklinu gert jafnt undir fæti og vélsleðamönnum, þ.e. að hægt verði að ganga á jökulinn án umferðar vélknúinna faratækja. Spurning um að hafa vélalausa daga nokkrum sinnum á ári.
Athugasemdir
Til hamingju með daginn!
Njóttu dagsins.
kveðja
Linda Björk
Linda landverja (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:54
Til hamingju með afmælið Hákon!
Hafðu það gott í dag.. reyndar líka alla hina dagana þarna fyrir vestan..
kv. Hildur
Hildur Evlalía (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.