19.11.2006 | 13:43
Innidagur
Það er ekkért betra en óveður á sunnudegi og engin ástæða til að yfirgefa íbúðina. Uppskrift að svona degi er að sofa eins lengi og maður getur, beikon, egg og amerískar pönnukökur með sýrópi í morgun- eða hádegismat, lesa moggann með kaffibolla í hendi, leggjast svo upp í sófa og horfa á framhaldsþætti á DVD. Svona verður dagurinn hjá mér
Annars hef ég alltaf þörf fyrir að sinna að minnsta kosti einu erindi á hverjum degi fyrir utan að blogga. Svo að eftir nokkra tíma eftir að vera búinn að horfa á nokkra þætti þá verð ég eirðalus og verða að sinna þessu erindi, en hvað það verður kemur bara í ljós á eftir Kann ekki að gera ekki neitt í heilan dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.