Margt um að vera í þjóðgarðinum

Landverðir Það er kominn tími til að ég bloggi aðeins um landvaraða starfið hér í þjóðgarðinum. Það er háannatími núna og í nógu að snúast. Fastar göngur sumarsins byrjuðu um síðustu helgi, þær eru 4 í hverri viku til 14 ágúst. Ég fór í fyrstu gönguna í gær sem var á Svalþúfu og mættu þar fjórir útlendingar, eldriborgarar sem fóru hægt yfir þannig að gangan tók 2 tíma í stað eins. En þetta var skemmtilegt fólk og ekki hægt að kvarta yfir því. Það var reyndar mjög hvasst og urðum við að sitja við fuglaskoðunina svo við blésum ekki á haf út. Ég verð svo með tvær göngur um helgina ásamt barnastund á Arnastapa svo það er um að gera að koma á nesið um helgina og fara með mér í göngur um Arnastapa og Hellna á laugardaginn og Búðir á sunnudaginn.

Svartbakur með ungaÞegar ég var að ganga á milli Arnastapa og Hellna sá ég þennan svartbak með 3 unga. Það er alveg sama hversu oft maður gengur þarna á milli þá sér maður alltaf eitthvað nýtt. Eitt skiptið sáum við hvali á svamli rétt fyrir utan klettana. Þetta er ein af skemmtilegustu gönguleiðunum hér á nesinu, maður fær aldrei lið á að ganga þarna á milli.

 

 

 

 

Leiðsögn með 18 BretaHér komu að heimsækja okkur starfsfólk þjóðgarða og friðlýstra svæða í Bretlandi, 18 manns. Guðbjörg tók á móti þeim á gestastofu og var svo farið með þau að borða í Fjöruhúsinu þar sem ég fékk að fylgja með. Ég fór svo með fólkið í göngu á Svalþúfu og niður að Lóndröngum og á Djúpalónsand. Við fengum frábært veður og voru þau alsæl með ferðina.

Nú er rigning en blanka logn og 16°c, við erum að fara í kvöldgöngu með ströndinni sem tekur um 3 tíma. Sæmundur er leiðsögumaður og verður lagt af stað kl 19:00 frá Beruvík og gengið að Hólavogi. Ég held það muni stytta upp en þetta er langþráð rigning þar sem allur gróður er farinn að skrælna svo við fögnum henni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband