Sandaragleði

Nú stendur yfir Sandaragleði á Hellisandi þar sem gamlir og ungir Sandarar og Rifsarar hittast og gleðjast saman. Við landverðirnir tökum að sjálfsögðu þátt í gleðinni og verðum með lystasmiðju á laugardeginum. Þar bíst krökkum að gera listaverk úr öllu því sem finna má í fjörunni. Snæfellsjökull

Í gærkveldi fórum við í fiskisúpu í gamla frystihúsinu á Sandi. Guðrún Lára sérfræðingur hér í þjóðgarðinum spilaði undir borðhaldi á gítar og flutti bæði frumsamin og þekkt íslensk sem erlend lög. Það var fjöldinn allur af fólki og í dag verður framhald á gleðinni með ýmsum uppákomum. Í kvöld verður svo slegið upp balli og hver veit nema við landverðirnir mætum á svæðið.

Annars er farið að rigna núna eftir margra daga blíðu. Við Anna vorum með barnastund á Arnastapa í morgun og mætti eitt barn með foreldrum sínum í ausandi rigningu. En við létum það ekki á okkur fá og fórum í nokkra leiki og fengum foreldrana til að taka þá í því með okkur.

Nú ætlum við að drífa okkur aftur á sand og taka á móti fleiri krökkum í Listasmiðju þjóðgarðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband