Lífið í Þjóðgarðinum

SandaragleðiSandaragleðinn fór vel fram og gekk listasmiðja þjóðgarðsins mjög vel og vakti mikkla lukku. Fullt af krökkum komu til okkar og gerðu listaverk úr afurðum úr fjörunni.

Við Guffsarar, eins og við köllum okkur núna sem búum á Gufuskálum létum nægja að halda partí í heitapottinum á Gufuskálum, en Guðrún landvörður bauð okkur í pottapartí og slepptum við öllu ballstandi á Sandi enda vinnudagur daginn eftir.

Á sunnudeginum var ég með göngu á Búðum og mættu þar 2 Þjóðverjar og 2 Íslendingar, ég var búinn að gera ráð fyrir að enginn mundi mæta þar sem veðrið var frekar blautt. En gangan var fín og allir glaðir, blautir, ferskir og að sjálfsögðu mun fróðari eftir leiðsögn Hákons ofurlandvörðs. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

var að skoða síðuna og myndirnar langaði bara aftur vestur það var svo gaman í fyrra erum að rigna niður hér bestu kveðjur af selásnum

Bogga (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:46

2 identicon

Hæ Hákon

Rakst á bloggið þitt inn á facebook, gaman að geta fylgst með því sem þið collegarnir eru að gera.

Hilsen

Lilja

Lilja bekkjardólgur (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:06

3 identicon

þakka fyrir ábendingunna á facebook, flott síða hjá þér, og gaman að geta fylgst smá með ykkur. knús.

Gerða (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband