Karlinn sér um uppeldið

ÓðinshanarMyndin er af kvennkyns óðinshönum á einni tjörninni á Rifi. Eftir að kvenfuglinn hefur verpt eggjum í hreiður sitt lætur hún sig hverfa og karlfuglinn tekur við og liggur á eggjunum og kemur ungunum á legg. Kvenfuglinn á það til að vera í tyggjum við fleiri en einn karlfugl. það er svo magnað að sjá fuglana á tjörninni þegar þeir eru að leita sér af fæði er eins og þeir séu að dansa á vatninu, snú sér í hringi og setja hausinn öðru hvoru í kaf þegar þeir koma auga á eitthvað. Óðinshaninn staldrar stutt við hér á landi og hefur vetursetu á Indlandshafi við Arabíuskaga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband