Ástleitin mosi!

Hjarta í náttúrumyndVið áttum leið um Eysteinsdal í gær ég, Smári og Styrmir sonur Önnu. Við Smári söfnuðum nokkrum grösum í plöntusafnið okkar. Flest grösin eru nú komin í haustbúninginn en upp við jökul eru þau mun styttra komin og eru í fullum blóma enn, enda mun kaldara þarna uppfrá. Gróðurinn á þessu svæði er ótrúlega flottur á þessum árstíma og stóðst ég ekki mátið að taka nokkrar myndir á leiðinni og voru strákarnir orðnir frekar óþreyjufullir að bíða eftir mér þar sem ég stökk út úr bílnum reglulega og lagðist í dúnmjúkan mosann og myndaði hann í bak og fyrir.

Þessi mynd blasti við mér þegar ég skoðaði hana nánar í tölvunni. Gæti þetta verið einhver skilaboð til mín!??

Setti inn smá mosasyrpu í flóru Íslands albúmið. Ástleitin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband