Landverðir kveðjast.

Hveðjustund landvarðaNú eru landverðir þjóðgarðsins að tínast í burtu hver af öðrum. Anna fer á miðvikudaginn, ég á laugardaginn og Smári á sunnudaginn. Þórunn kemur og tekur við af okkur og verður til 10 september eða þar til gestastofa lokar.

Við héldum kveðjuhóf í gærkveldi og slettum aðeins úr klaufunum. Síðasta ganga sumarsins var í gær, strandganga með Sæmundi. Guðrún sem var að vinna með okkur fyrr í sumar kom og gladdist með okkur.

Þetta er búið að vera gott sumar og komum við til með að kveðja þennan stað með söknuði eins og alltaf. Samstarfið hefur gengið ótrúlega vel og hefur myndast góður vinskapur á milli okkar. Alltaf er maður jafn hissa á því hversu sumarið er hratt að líða en ástæðan fyrir því er að það er búið að vera svo ótrúlega gaman og þá líður tíminn hratt.

Anna, Smári, Guðrún, Þórunn, Linda, Sæmundur, Guðrún Lára og Guðbjörg takk fyrir samstarfið í sumar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband