Sumarlok!

Einn og yfirgefinnÞá er Anna farinn af nesinu og ég einn eftir á Gufuskálum. Nú valsa ég einn um garðinn á pallbílnum og dytta af hinu og þessu. Alltaf jafn skrítið að fara um garðinn á þessum árstíma þegar allt er að verða svo hljótt, túristunum fækkar ört og fuglarnir eru farnir úr björgunum, einstaka rituungi eftir sem hefur ekki fengið nægju sína að eta. Það er mikill ungadauði hjá ritunni og er það líklegast fæðuskortur. Það er hálf óhugnanlegt að horfa upp á ungana sem eftir eru í björgunum verslast upp af hungri. Þeir ýmist detta útaf í hreiðrinu sínu eða falla í sjóinn og reka upp í fjöru þar sem allt morar í dauðum ungum.

En þrátt fyrir það er haustið dásamlegt hér á nesinu og að geta valsað um eins og maður sé einn í heiminum eftir annasamt sumar. Nú eru bara 3 dagar eftir af landvarða tímanum mínum í ár og við tekur skólinn á mánudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband