22.8.2008 | 17:26
Landvarðablogg!
Þvílíkur leikur í dag og nú er bara að vinna gulli, þið klárið þetta strákar. En þrátt fyrir það þá er þetta stórkostlegur árangur hjá ykkur og til hamingju allir saman.
En í allt aðra sálma, jú ég er enn hér á Snæfellsnesi og er að ljúka síðustu vaktinni á gestastofu. Þetta er búinn að vera einn rólegasti dagur sumarsins. Ég ætla að yfirgefa svæðið á morgun.
Ég fór í langa kvöldgöngu í gærkveldi út í Öndverðanes og gekk fram á stórann hellir sem ég hef ekki séð áður, hann er ansi stór og á einum stað er allt morandi í burknum, leit út eins og skógarbotn í regnskógi. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn seinna. Þegar ég var búinn að skoða hellinn í daggóðan tíma þá áttaði ég mig á því að það var farið að dimma og ég átti eftir klukkutíma göngu til baka að bílnum. Ég gekk hratt til baka og náði að bílnum rétt fyrir myrkur, held það sér ekkert sérstakt að vera á gangi einn í hrauninu í niða myrkri þar sem allt er morandi í draugum.
Á morgun ætla ég að bruna í bæinn og taka þátt í menninganótt, en vakna samt hress á sunnudagsmorgun til að horfa á úrslitaleikinn í handbolta að sjálfsögðu eins og allir aðrir Íslendingar.
Ég kveð héðan úr Þjóðgarðinum Snæfellsjökli og þakka fyrir mig!
ÁFRAM ÍSLAND!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.