Eitt bros allt sem til þarf!

Lífið er nú bar gott þessa dagana! Skólaganga mín gengur vel þó ég geti alltaf bætt mig þá tel ég mig vera nokkuð góðan. Að búa hér á Hvanneyri er bar ljúft þó ég sakni alltaf höfuðborgarinnar, enda alltaf með annan fótinn þar. En þar sem ég á svo góða skólafélaga þá leiðist mér ekki lífið hér í sveitinni.

Ég sakna nú alltaf fjölskyldunnar og stór hluti hennar er í rúmlega 600 km fjarlægð. Í byrjun skólaár leigðum við fjölskyldan bústað í Kjarnaskógi við Akureyri. Ég mamma og pabbi og Elva og fjölskylda. Stórkostlegur staður að dvelja á og umhverfið alveg dásamlegt. Akureyri stendur alltaf fyrir sýnu, en uppúr stóð að sjálfsögðu að hitta tvíburana þau Júlíu Steinuni og Brynjar Smára. Þetta eru algjör englabörn og bræða mannshjartað algjörlega með minnsta brosi, þau gefa lífinu svo sannarlega tilgang og gefa meira en þau þiggja. Júlía Steinun

Ég setti inn nokkrar myndir úr þessari ferð okkar og ég lofa því að þær bræða hjartað í þér kæri lesandi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei er ekki hér einhver sem maður kannast við og bara fluttur í sveitina.Gangi þér allt í haginn og ég fylgist með þér þegar þú rústar sunkeppninni úti.

Edda Björk Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband