4.10.2008 | 12:19
Aftur í blómin!
Þá er ég loksins komin í aftur í snertingu við blómi. Það var góð tilfinning að setja saman fyrsta blómvöndinn eftir 5 mánaðar hlé. Elva frænka var að opna blómabúðina Bjarkarblóm í Smáralind og er búin að vinna sleitulaust í heilan mánuð. Ég ætla að leysa hana af í nokkra daga svo hún komist í smá frí.
Það er skrítið að vera að vinna í þessari stóru verslunarmiðstöð þar sem það er stöðugur straumur af fólki. það er sko engin kreppa í Smáralindinni og fólk kaupir sína rósa áfram, enda hvernig líf er án blóma?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.