10.6.2009 | 22:49
Minning um Ömmu
Elsku amma, það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég minnist þín er hláturinn. Þegar ég færði þér jólagjafir hafði ég eitthvað skoplegt í pakkanum svo við fengjum að heyra þig hlæja. Það var svo dásamlegt að hlusta á hlátur þinn sem smitaði fljótt út frá sér og ekki leið á löngu þar til allir í kring veltust um af hlátri. Þú varst alltaf í góðu skapi og tókst okkur systkinunum alltaf opnum örmum þegar við komum á heimili ykkar afa í Króki. Það var okkar annað heimili þar sem við áttum margar góðar stundir í garðinum og inna á verkstæði. Þar var okkur fátt bannað og aldrei minnist ég þess að við vorum skömmuð fyrir neitt.
Ég minnist þess að finna angan af Hansarósunum innan úr stofu og háfaðan í Kenwood hrærivélinni úr eldhúsinu þar sem þú stóðst við bakstur með rauðu svuntuna og fleyttir fram kræsingum sem eldhúsborðið svignaði undan.
Elsku amma takk fyrir allt, þú gafst okkur svo mikið og við eigum þér svo mikið að þakka. Ég hugsa til þín með söknuði en veit að þú ert komin á betri stað.
Athugasemdir
Innilegar samúðar kveðjur Hákon minn.
Unnar Geir Unnarsson, 13.6.2009 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.