Nýtt landvarðasumar byrjað!

Gunna Lára við rannsóknirÞá er fjórða landvarðasumarið hafið hér í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Í sumar verða tvær rannsóknir í gangi á vegum landvarað í þjóðgarðinum. Gunna Lára er að vinna að rannsóknum á lambagrasi og grasvíðir, skoða hvort blómgunartími hafi breyst með hlýnandi veðurfari.

Ég er svo að rannsaka rituna, "hvað veldur viðkomubrest hjá ritunni" það er hvað veldur því að varpið misferst. Ég fór í dag rúnt um garðinn með leiðbeinendum mínum og ákvað staði þar sem ég fylgist með ungauppeldinu þar til þeir yfirgefa hreiðrin. Þetta verður Bs verkefnið mitt ef allt fer að óskum.

Á morgun er dagur villtra blóma og verðu haldið upp á hann hér með gönguferð um Rauðhóla í Eysteinsdal. Ég verð með gönguna að þessu sinni og hefst hún kl. 14:00.

Rita

Lífið er annars bara ljúft hér á nesinu eins og áður. Við erum þrjú sem búum nú á Gufuskálum, ég ásamt Lindu og Þórunni. Við Linda fórum á geggjaða tónleika í gærkveldi Ljótum hálfvtum í Ólafsvík. Ég mæli með þeim!

Nú erum við nettengd á Gufuskálum, þökk sé Lindu, þannig vonandi verð ég duglegur að blogga þetta landvarðasumarið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband