Fyrsta rituvöktunin búin!

ToppskarfurÞegar ég var að telja rituna í Keflavíkurbjargi í gær sá ég þetta hreiður í bjarginu, toppskarfapar með tvo unga. Þetta er í fyrst skiptið sem ég sé toppskarf með unga.

Semsagt fyrst rituvaktin búin og gekk hún mjög vel. Það eru ekki komnir margir ungar enn, en ég sá flesta unga í Keflavíkurbjargi eða 6 ungar í 5 hreiðrum. Á Arnastapa voru þeir 3. Það var frekar kalt í veðri svo það er möguleiki að ég hafi ekki séð ungana þar sem ritan gæti hafa verið að hlífa þeim fyrir kuldanum og haldið þeim undir stélinu.

Næsta vöktun verður á mánudaginn næsta og þá mun ég vonandi einni geta kannað hvað ritan er að éta með því láta hana æla í poka. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband